sunnudagur, september 14, 2003

Sunnudagur til afreka

Já, þokkalega sem ég hef verið dugleg í dag. Var vöknuð fyrir sjö í morgun og þá var allt sett á fullt í að pakka en á morgun fer ég út. Mömmu þótti ég ansi róleg yfir þessu og er núna eiginlega stressaðari en ég. Hún setti því allt í gang, þrátt fyrir að hafa verið á næturvakt í alla nótt, og hefur hjálpað mér við þetta. Og nú er líka allt tilbúið og gæti farið eftir klukkutíma ef því væri að skipta.
Ég nýtti gærdaginn í þynnku...hmmm...ég sem ég hélt að ég væri löngu búin að venja mig af slíkri vitleysu en hún var vel þess virði þar sem kvöldið áður var algjör snilld.
Fór með vinnunni eins og fram hefur komið í árlega humarferð. Byrjuðum á kokteil upp í vinnu þar sem mér var afhent glæsilegt úr að kveðjugjöf. Þar var einnig tilkynnt um ferð vetrarins og verður aftur farið til Kanarí, ég hélt að ég færi að grenja...en ekki er öll nótt úti því þegar til Stokkseyrar var komið stóð einn maður á fætur og skoraði á aðra um að safna í púkk til að borga undir mig til Kanarí. Ekki væri það leiðinlegt:-)
Á Stokkseyri var mikið étið og ef menn vildu meira nú þá var bara eldað meira, Olaf bossinn ætlaði sko ekki láta hanka sig á því að einhver hafi ekki fengið nóg enda mikill höfðingi.
Nú svo var haldið til Kópavogs City og skellt sér á ball þar sem Una missti sig í daður og þar held ég að eitthvað hafi leysts úr læðingi sem verður seint stöðvað úr þessu, rosalegt.

Fékk þær gleðifréttir í dag að Fanney væri búin að eiga lítinn dreng. Hinn stolti faðir hringdi áðan og ég var vinsamlegast beðin um að koma á fæðingardeildina áður en ég færi, það væri búið að fá sérstakt leyfi. Ég vona að ég komist í fyrrmálið.

En nú er ég farin og næst þegar þú lest þetta verð ég í Manchester og vonandi með skemmtilegar sögur.

Engin ummæli: