þriðjudagur, janúar 15, 2008

Jæja

Nú er ég búin að grafa upp gamla lappann minn og nettengja hann en verð að segja að ég á í bölvuðum vandræðum með að skrifa íslenska stafi.

Allt gott frá Manchester. Allt frekar grátt úti þannig að við kúrum okkur inni, lesum og horfum a bíómyndir sem við erum löngu búin ad niðurhlaða en ekki látið verða af því ad kíkja á þær. Sá reyndar eina góða íslenska um helgina, Astrópía og mér fannst hún bara mjög skemmtileg. Svo er ég að lesa um hana Karítas eftir Kristínu Marju Baldursdóttur og hún er algjört æði, get varla lagt hana frá mér.

Á framhaldið á náttborðinu.