föstudagur, febrúar 27, 2004

Fritt til Manchester??

Sa a mbl i dag ad thad er verid ad selja mida a eina kronu til London...thid sem aetlid ad koma i heimsokn aettud ad athuga thetta...Olof...Soffia, thetta kallar madur nu spottpris.

Horfi einstaka sinnum a sjonvarpid herna i Bretlandi og a ymsu a madur von en ad sja islenska leikara leika i auglysingu er ekkert svakalega algengt og hvad tha leikara sem madur thekkir...Kristjana Skula ad auglysa mars sukkladi i islenskum straeto, ja ha vid lifum heldur betur i alheimsvaeddum heimi.
Skemmtilegt ad rifja upp ad mars sukkladi kom vid sogu thegar eg sagdi mina fyrstu setningu a ensku...var i siglingu med pabba i gamla daga og vid vorum stodd a sjomannaheimili i Belgiu (er thad ekki rett pabbi)...en allavega tha vildi min kaupa ser sukkladi og bad i sjoppunni a reiprennandi ensku um "three mars please". Thannig var thad nu!!

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Threyta

Ja eg hef verid helst til threytt undanfarid...slenid hefur gjorsamlega lekid ut um allt og thad er spurning hvad veldur...kannski hefur mer verid byrlad eitur i ponnukokunum a thridjudaginn. Thaer voru svo godar ad eg bordadi a mig gat og sidan hefur mer lidid half skringilega, svei attan...aetli eg se ekki bara i sykursjokki. Og til ad baeta grau ofan a svart akvad eg ad sleppa bjornum og drekka sykurkok...aetti nu ad vera buin ad laera af henni Soffiu ad bjor gerir ekkert nema gott thegar mikid liggur vid.

mánudagur, febrúar 23, 2004

Bolludagur

er thad ekki annars...hefdi ekki fattad thad nema ad hafa lesid mbl.is. Engar bollur i Englandi, allavega ekki vatnsdeigsbollur...og svo sprengidagur a morgun en tha taka Bretarnir vid ser og eta a sig gat af ponnukokum...ja svona er thetta mismunandi. Af thvi tilefni hafa Andy hinn breski og Itsko hin japanska akvedid ad blasa til ponnukokuveislu annadkvold...eg se ekki fram a annad en ad thad endi med oskopum.

Verkfall
I thessari viku fara kennarar i haskolum Bretlands i verkfall, tho adeins og morgun og hinn. Fa vist ekki nogu mikid borgad. Eg missi reyndar bara af einum fyrirlestri en thar sem eg er ad borga um 350 pund fyrir hvern einasta fyrirlestur hef eg akvedid ad skrifa bref og fa hann endurgreiddan, thad er ekki haegt ad lata vada svona yfir sig...tho svo ad eg stydji ad kennarar fai almennilega greitt...og hana nu!!

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Sumar i lofti

Ja ja...eg veit thegar madur talar um vedrid tha hefur madur i raun ekkert ad segja en umraedur um vedrid hafa nu oftar en ekki verid naudsynlegar i samskiptum folks, serstaklega a Islandi thar sem vedrid er mun breytilegra en til daemis herna i Manchester.
En thegar eg skrifa a thessa sidu tha finnst mer eg meira vera a Islandi en i Englandi, er i raun stodd i hinum imyndada heimi internetsins og get i raun verid hvers svo sem eg vil, sagt thad sem eg vil.
Thad vaeri ahugavert ad koma af stad umraedu um hversu mikil ahrif internetid hefur a sjalfsmynd einstaklingsins? Hvernig getur imyndadur "abstract" internetheimur skapad og haft ahrif a sjalfsmynd okkar? Toluvert ahugaverd spurning, serstaklega i dag thegar annar hver madur er med blogg og er med thvi ad skapa akvedna personu? Spurning hversu langt fra raunveruleikanum erum vid komin? Una, sjalf-tiltlud mannfraedi-ahugamanneskja, eg skora a thig ad leggja til malanna, svo ekki se talad um alla mannfraedingana sem lesa thessa sidu.

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Vor i lofti

Thad er komin sma vorlykt of loftid herna i Manchester...eda kannski bara oskhyggja, thad er nu bara februar enntha...en thetta fer ad nalgast, ordin hundleid a koldum fotum. Annars er ekkert rosalega mikid i frettum...for a sma djamm a laugardagskvoldi, kiktum a klubb sem heitir Friends and family og var alveg frabaer, tek alla tha sem aetla ad koma ad heimsaekja mig thangad...lika mommu og pabba en eg hef akvedid ad taka thau a svaka djamm thegar thau koma i heimsokn, he he...Sunnudagurinn var thvi ekki eins afkastamikill eins og hann hefdi thurft ad vera en einhvern veginn nadi eg ad pusla saman fyrirlestri um "sameness" fyrir manudagsmorgunin. Fekk svo skilabod fra agalega saetum strak i gaerkvoldi, thad aetti kannski ad hlyja manni svona thar til sumarid tekur vid.

föstudagur, febrúar 13, 2004

Fila hvad

For ad sja Gus van Sant myndina elephant i gaerkvoldi og eg hef sjaldan verid eins ful eftir eina mynd, ekki endilega ut i myndina sjalfa sem var by the way gjorsamlega sneidd ollum soguthraedi, heldur frekar ut i leikstjorann fyrir ad halda ad hann komist upp med ad gera taeknilega flotta mynd um vidkvaemt efni sem skilur svo litid sem ekkert eftir sig...thetta hafa ekki verid upporvandi biodagar undanfarid...naest verdur thad Steve Martin eda Jennifer Aniston for sure...

For i leikfimi adan sem er kannski ekki frasogum faerandi nema thad ad eg komst ad thvi ad eg er ordin gomul kona...argg...hrikalegt.

Annars litid um plon thessa helgina...a morgun gengur reyndar i gard hin hrikalega scary Valentinusardagur og allir eru a tanum yfir thvi ad fylgja thessari hefd i einu og ollu, sem er i besta falli god markadsherferd...eda eg kannski bara bitur yfir thvi ad eiga ekki kaerasta...eda kannski bara ekki. Eg segist bara vera Islendingur og viti ekkert um hvad thetta snyst...thad fordar mer fra ollum vandraedagangi.

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Rolegheit

Ja, thad hefur nu ekki margt annad drifid a daga mina undanfarid en lestur og aftur lestur. Fundadi med leidbeinandanum minum fyrr i vikunni og ofan a ad halda fyrirlestur a hverjum manudagsmorgni tha tharf eg ad skila inn litlum ritgerdum til hennar a hverjum manudegi (fundum alltaf a manudegi)...thannig ad eg se ekki fram a mikid djammeri a thessari onn...thad er svo sem allt i lagi...madur er nu ad borga ansk...mikid fyrir thetta nam thannig ad thad er eins gott ad gera thetta almennilega.

Annars var eg ad fa thaer frettir ad hun Margret langamma min do i nott, blessud se minning hennar.

mánudagur, febrúar 09, 2004

Snilldarhelgi

Thessi helgi var bara nokkud god. Byrjadi a ad hitta nokkra bekkjarfelaga a Thai nudlubar adur en vid heldum a jazzklubb og duttum aerlega i thad saman, frabaert kvold. Ahrif fra kvoldinu entust alveg fram a laugardag i formi thynnku en thad vandamal var leyst med godri maltid.
For svo a tonleikana med lamb a laugardagskvoldid sem voru algjor snilld, stodust allar vaentingar og gott betur. Djof...ad eg skyldi ekki hafa sed commentid hennar Skottu fyrr en of seint, hafdi ekki hugmynd ad thad vaeri Islendingur i bandinu, hefdi nu kannski kastad a hann kvedju (by the way, frabaert ad heyra i ther Skotta). Allavega tha var thetta ekki sidra kvold.
Sunnudagurinn for svo i lestur og fyrirlestraundirbuning. Gaf mer tho tima til ad elda dyrindis maltid og fara svo i bio um kvoldid. Sa loksins Noa albinoa sem er verdir ad syna her i nokkra daga. Tok med mer thrja Breta sem thotti myndin god en adeins of thunglyndisleg, serstaklega svona a sunnudagskvoldi, eg var sammala.

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Celebrity lamb...

Ja their eru sko aldeilis ad missa sig Bretarnir thessa dagana. Ein sjonvarpstodvanna akvad ad senda nokkra athyglissjuka misfraega einstaklinga inn i frumskoga Astraliu. Thar eiga their ad vera i tvaer vikur og reyna ad sigra baedi hvort annad sem og thau fjoldamorg skordyr sem thar eru. Thessu er svo sjonvarpad i beinni utsendingu a hverju kvoldi og er gridarlega vinsaelt. Myndi nu varla flokkast undir gaedasjonvarpsefni en thad er lumskt gaman af thessu, serstaklega ahugavert ad sja samskipti thessara einstaklinga, hvar annars stadar myndi madur sja Jhonny Rotten ur Sex Pistols og glamurfyrirsaetuna Jordan i fadmlogum...

en ad odru...tveir fyrirlestrar ad baki dag, Anthropology of Organisations og Advanced anthropology...sa fyrri verdur eflaust mjog ahugaverdur en thetta er nokkud nytt concept innan mannfraedinnar...skodum hvernig adferdarfraedi mannfreadinnar kemur ad notkum vid rannsoknir a innvidum t.d. storfyrirtaekja og stofnanna...

og svo er helgin framundan, vid i bekknum aetlum ad hittast a jazz-klubbi annadkvold og svo aetla eg ad sja Lamb a laugardagskvoldid...hljomsveitin a heimavelli. Sa thessa hljomsveit fyrst hita upp fyrir Gus Gus i Detriot arid 1997 og fell alveg fyrir henni...hlakka thvi mikid til.

Goda helgi!!!

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Rastar a fyllerii

Kikti adeins ut i gaer med heimilisfolkinu minu. Juntion vard fyrir valinu en thar atti ser stad svokallad open jam session thar sem folk maetir og tredur upp. Agaetis skemmtun og nokkrir godir, adrir verri. Athygli vakti tho helst hversu svakalega fyllerii var a lidinu sem tharna hekk. A theim taeplega klukkutima sem vid satum tharna var threm hent ut fyrir fyllerislaeti og thad a manudagskvoldi...geri adrir betur.
Annars voru their ansi flottir, gomlu Jamika toffararnir med rastana sina, sjaldan sed annad eins.
Nyr fjolskyldumedlimur

Ja thad er ekki a hverjum degi sem nyr medlimur baetist i modur-fjolskylduna mina en thad gerdist i gaer thegar hun Margret Osk fraenka min fra Ferjunesi i Villingaholtshreppi eignadist stulkubarn. Heilsast theim badum ad sogn vel og eru vist i godu yfirlaeti a sjukrahusinu a Selfossi. Til hamingju Magga og Gaui.



mánudagur, febrúar 02, 2004

...og svo byrjadi skolinn a ny



create your own visited country map
or write about it on the open travel guide

Akvad ad fylgja i fotspor Lalla og gera svona hvada-lond-hef-eg-heimsokt kort. Thar hafid thid thad...hef reyndar ekki farid neitt rosalega vida tho svo ad eg hafi verid a faraldsfaeti fra unga aldri. Var mikid a flandri um Evropu thegar eg var litil med pabba minum en hann vann a storum millilandaskipum... hef svo eiginlega verid med algjora ferdadellu sidan. A tho alveg eftir Asiu, S-Ameriku og Afriku.

Skolinn byrjadi aftur i morgun sem er bara alveg agaett. Eftir frabaert fri a Mallorka er eg heldur betur uthvild og tilbuin ad takast a vid hvad sem er. I fyrsta timanum (Issues in ethnograpthic reaseach) i morgun thurftum vid a setja upp sma rannsoknaraetlun og eg komst ad thvi ad eg er alltaf ad verda heitari og heitari fyrir theirri hugmynd ad halda bara afram og taka Phd...sjaum til med thad. Hef thad a tilfinningunni ad thessi onn verdi god...seinasta onn var svona til ad koma manni almennilega af stad en nu fyrst hefst gruskid.

Og svo ad lokum vil eg oska henni Fanneyju til hamingju med afmaelid a laugardaginn.