Síðasti vinnudagurinn
Þá er síðasti vinnudagurinn runninn upp. Er búin að vera hérna hjá körlunum í afm í tvö og hálft ár og hef átt hérna frábærar stundir og á mikið eftir að sakna liðsins þegar ég fer. Ég er þó ekki alveg að nenna að vinna í augnablikinu enda tekur því varla...Una sér svo bara um þetta, enda með eindæmum skörp sú unga kona. Þetta endar þó allt mjög skemmtilega enda verður hin árlega humarferð í kvöld. Ætlum að skella okkur á Stokkseyri eins og við höfum gert síðastliðnin ár, éta humar og og dansa upp á borðum.
Svo verður pakkað um helgina í rólegheitum á Eyrarbakkanum og ætla þar aðeins að kúra í faðmi fjölskyldunnar en svo er það bara Manchester, England England.
Læt ykkur svo vita hvernig stuðið verður í kvöld en ekki kæmi mér það á óvart ef við myndum enda á balli með einhverjum köllum í svörtum fötum...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli