Fyrsti í bloggi...
Jæja, þá er maður farin að blogga. Ekkert nema bloggsjúklingar í kringum mig þannig ég stenst ekki mátið en að prófa þetta menningarfyrirbæri. Ástæðan er þó kannski helst sú að ég er í því þessa dagana að pakka niður föggum mínum og ætla halda í víking...alla leið til Manchester í Englandi. Nei, ég er ekki að fara spila fótbolta og nei ég ætla ekki að reyna við Ryan Giggs. Ég ætla bara búa þarna, reyndar í hverfi sem heitir Old Trafford, og kíkja þar í nokkrar mannfræðibækur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli