miðvikudagur, mars 05, 2008

Mars

Allt gott héðan frá Manchester. Kalt og blautt og frekar flensulegt um að lítast. Erum að hugsa um að gróðusetja jarðarber i þessum mánuði. Tómatarnir eru alveg ad gera sig en salatid er dautt. Ekki auðvelt þetta líf. En það kemur víst annað ár og þetta sinn er ég fokking 32...ekki fyndið. Fannst í góðu lagi að vera 30, 31 en er ekki alveg að sætta mig við há öldrun. Búin að taka mér frí á afmælisdaginn og við Andy ætlum a skíði í nýju skíðahöllinni i Manchester. Ja innanhús skíði...great!!
Besta er að í hálft ár á ég mann sem er bara tuttugu og eitthvað...
Hann verður 30 í Nóv...og ég verð víst að fara plana eitthvað rosa gott enda trompaði hann alveg fyrir tveim árum á afmælinu mínu...

einhverjar hugmyndir?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku Ágústa.
Innilega til hamingju með daginn;).
Þín vinkona Maríanna

Nafnlaus sagði...

Að sjálfsögðu ferð til Íslands!!!! hahahahaha...

Knúsí músí
Soffía