Er buin ad hugsa svo oft um ad blogga undanfarid en vissi bara ekki hvad eg atti ad skrifa um, fannst allt eitthvad svo omerkilegt. Er buin ad fylgjast med skolasystur minni missa dottur sina og skrifa svo innilega og vel um reynslu sina og fjolskyldu sinnar. Thegar madur hugsar til theirra og thjaningu theirra finnst manni sitt eigid dagsamstur eitthvad svo litilfjorlegt.
En ad visu heldur lifid afram og vid hofum haft i ymsu ad snuast undanfarid.
Mamma og pabbi komu til daemis i heimsokn um daginn med systrum mommu theim Stinu og Lou. Mikid fjor og nadum vid ad russa adeins um Manchester og til Sandbach til ad hitta tengdo. Alveg frabaert ad fa thau oll. Svo erum vid lika buin ad leika vid litlu tviburana hennar Emmu, tha Tom og Ben sem dafna vel og staekka alveg otrulega ort.
Allt svo sem gott af okkur her i Manchester nema hvad eg asnadist til ad fa blodtappa i handlegginn um sidustu helgi og er thvi buin ad vera heima thessa vikuna. Barasta eins og eitthvad gamalmenni. En eg er oll ad koma til og thetta lagast vist med blodthynningarlyfum, eda vid skulum nu vona thad. Fyrstu dagana tharf eg tho ad sprauta mig i magann...frekar skrytid en eftir fyrstu sprautuna var thetta ekkert mal. Vonum bara ad thetta fari allt vel.
Knus og saknadarkvedjur til ykkar allra xxx
6 ummæli:
já, einmitt Ágústa- það er náttúrulega bara hversdagslegt að fá blóðtappa í hendina, engar fréttir bara!
Viltu gjöra svo vel að fara vel með þig kona! knús til ykkar Andy
kv. Sigga Maja
Vonandi ertu orðin góð af blóðtappanum, hef reyndar aldrei heyrt um svona nokkuð í hendi!!! En farðu vel með þig.
Andy, you'd better take good care of Ágústa ;-)
Kveðja Kolla
Vonandi líður þér betur gæskan, bið að heilsa öllum.
Elsku Ágústa mín.
Farðu nú vel með þig;)
Bið að heilsa Andy
Kv. Maríanna og co.
Jahérna hér. Við erum ekki orðnar svona gamlar er það - Blóðtappi! Elskan mín farðu vel með þig og láttu Andy stjana í kringum þig - hann kann það nú alveg.
Til hamingju með yndislegu tvíburana þeir eru algjörar dúllur.
Verðum í sambandi
Kveðja Fanney
Sæl mín kæra!
Ég tek undir með henni Kollu, ég hef bara aldrei heyrt um blóðtappa í hendi og á ég nú að kallast heilbrigðisstarfsmaður. Maður ætti kannski að fara að lesa meira. Við erum kannski komnar á þann aldur að láta tékka á kólesterólinu! Ja hérna hér. Vonandi ertu orðin góð.
Andy tekur sig ákaflega vel út með tvíburana :-)
Farðu vel með þig og skerðu fituna af kjötinu!
Linda Rós.
Skrifa ummæli